Ferðast til Rússlands og annarra umdæmisríkja

Rússland

Íslenskir ríkisborgarar þurfa að sækja um vegabréfsáritun þegar ferðast er til Rússlands. Sækja ber um vegabréfsáritun hjá sendiráði Rússneska sambandsríkisins á Íslandi, Garðastræti 33, IS-101 Reykjavík, P.O. Box 380, IS-121 Reykavík, sími 551 51 56, fax 562 0633. www.iceland.mid.ru

Önnur umdæmislönd

Íslenskir ríkisborgarar þurfa einnig vegabréfsáritun þegar ferðast er til Armeníu, Aserbaídsjans, Georgíu, Hvíta-Rússlands, Kasakstans, Kirgisíu, Moldóvu, Tadsjikistans, Túrkmenistans og Úsbekistans. Á vefsetri utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir upplýsingar um vegabréfsáritanir þar sem fram kemur hvar beri að sækja um vegabréfsáritanir til þessara ríkja

Á vefsetri utanríkisráðuneytisins er einnig að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir sem útlendingar þurfa vegna ferðalaga til Íslands.

Video Gallery

View more videos