Kynning á íslenskri matvælaframleiðslu í Moskvu

Sendiráð Íslands í Moskvu og Íslandsstofa starfa með íslenskum matvælaframleiðendum við að kynna framleiðslu þeirra í Rússlandi.  Í vikunni var sýndur rússneskur sjónvarpsþáttur um Ísland og íslenskan mat, haldin móttaka fyrir viðskiptavini íslenskra fyrirtækja og haldið námskeið fyrir um 60 rússneska kokka.

Síðastliðin sunnudag var frumsýndur rússneskur sjónvarpsþáttur þar sem frægur rússneskur þáttastjórnandi ferðast til Íslands og smakkaði íslenskan mat í íslenskri náttúru.  Gerð þáttarins var studd af utanríkisþjónustunni og íslenskum matvælaframleiðendum.

Þann 5. nóvember var haldin móttaka í sendiráði Íslands í Moskvu þar sem viðskiptavinum íslenskra fyrirtækja og fjölmiðlum var boðið að smakka íslenska matargerðarlist.  Móttakan var samstarfsverkefni sendiráðsins, Íslandsstofu og framleiðenda.

Þann 6. nóvember hélt Þórólfur Sigurjónsson, kokkur, námskeið fyrir allt að 60 rússneska kokka frá bestu veitingastöðunum í Moskvu.  Þar var þeim kynnt íslenskt hráefni og íslensk matargerðarlist.

Markmið kynningarátaksins er að auka sölu á hágæða íslenskri matvælaframleiðslu.  Rússland er nú þegar næst stærsti markaðurinn, miðað við magn,  fyrir íslenskt kjöt fyrir utan landsteinanna.

Video Gallery

View more videos