Kvennalið Stjörnunnar lék í Krasnogorsk

Stjörnustúlkur töpuðu 3-1 gegn FK Zorkiy í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í Krasnogorsk í Rússlandi á fimmtudag. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli þannig að FK Zorkiy komst áfram í keppninni og mætir Lyon í 16-liða úrslitum. Vira Dyatel opnaði markareikninginn fyrir heimaliðið á 33. mínútu og bætti svo öðru marki við snemma í seinni hálfleik. Maria Ruiz skoraði svo þriðja mark FK Zorkiy áður en varamaðurinn Elva Friðjónsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna. Lokatölur urðu sem segir 3-1 en mark Elvu var fyrsta Evrópumark í sögu Stjörnunnar.

Video Gallery

View more videos