Kjarvalssýning í Pétursborg

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnaði í dag sýningu  á verkum Kjarvals í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu í St. Pétursborg í Rússlandi.  Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Þjóðarsafnsins og verður opinn til 4. nóvember.  Sýningin samanstandur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, að mestu úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Tilefni sýningarinnar er að nú eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands.  Við opnunina fluttu Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundarson íslenska tónlist. 

Video Gallery

View more videos