Icelandair

Dagana 20.-21. mars áttu Albert Jónsson, sendiherra, og Ása Baldvinsdóttir fundi með háttsettum embættismönnum í Pétursborg og hjá stjórn Leningradsvæðis til að kynna Icelandair og fjalla um Ísland og samskiptin við Rússland. Með á fundunum var Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair. Fundir voru haldnir með Oleg A. Markov, varafylkisstjóra Pétursborgar og Aleksandr V. Kuznetson, varafylkisstjóra Leningradsvæðis og embættismönnum þeirra. Einnig var fundað með yfirmönnum á Pulkova flugvelli við Pétursborg, en þangað hefur Icelandair áætlunarflug hinn 1. júní n.k.

 

Video Gallery

View more videos