Fundir í St. Pétursborg

Sendiherra heimsótti St. Pétursborg 7.-8. júní.  Hann hitti varafylkisstjóra St. Pétursborgar til að ræða samskipti Íslands og Rússland og starfandi forstöðumann Listasafns Rússlands til að ræða um fyrirhugaða sýningu í safninu á verkum Kjarvals haustið 2013.

Hann hitti einnig sérfræðinga í málefnum norðuslóða og loks Anatoly Lifshits, prófessor, sem var í sovéska flotanum í síðari heimsstyrjöld og tók þátt í að verja skipalestir sem sigldu frá Íslandi til Norður-Rússlands með vistir og hergögn. Tilgangur fundarins var að koma á sambandi við samtök sem hafa aðsetur í Sánkti Pétursborg og taka þátt í að varðveita sögu skipalestanna og halda á lofti minningu þeirra sem sigldu í þeim og þeirra sem vörðu þær í orrustum á hafinu. Þýðing Íslands fyrir skipalestirnar og varnir þeirra átti ríkan þátt í að Ísland og Sovétríkin tóku upp stjórnmálasamband haustið 1943.

Video Gallery

View more videos