Flug til St. Pétursborgar og vegabréfsáritanir

Í dag er síðasta flug Icelandair til St. Pétursborgar á þessu ári, flugið hefst að nýju næsta vor. 

Í tengslum við flugið hóf sendiráðið í Moskvu útgáfu Schengen vegabréfsáritana.  Síðan 1. júní hefur sendiráðið gefið út 1.200 vegabréfsáritanir til rússneskra ferðamanna og annara rússa sem hafa ferðast til Íslands í sumar.

Sendiráðið mun áfram starfa ötullega að því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn frá Rússlandi, auk þess að veita faglega og skilvirka þjónustu við útgáfu vegabréfsáritana til handa rússneskum ríkisborgurum. 

Video Gallery

View more videos