Ferðamálakaupstefna

Þann 13. janúar var haldin ferðamálakaupstefna í bústað sendiherra Íslands í Moskvu.  Þátttakendur voru 15 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og um 50 rússneskir ferðasöluaðilar, skipuleggjendur kaupstefnunar voru Íslandsstofa og sendiráðið.  Markmið kaupstefnunar var að leiða saman fulltrúa fyrirtækja á Íslandi sem selja flug, gistingu og aðra þjónustu og aðila í Rússlandi sem selja ferðir til Íslands.  Kaupstefnuni verður framhaldið í St. Pétursborg fyrir ferðaskrifstofur sem staðsettar eru þar.

           

Video Gallery

View more videos