Beint flug milli Íslands og Rússlands 2013

Bæði Icelandair og rússneska flugfélagið Transaero undirbúa að hefja áætlunarflug milli Íslands og Rússlands á árinu 2013. Icelandair áætla að hefja flug til Pétursborgar í byrjun júní og fljúga tvisvar í viku.

Transaero ætlar að byrja að fljúga milli Moskvu og Keflavíkur næsta vor, einnig tvisvar í viku. Transaero er næst stærsta flugfélag Rússlands. Það rekur rúmlega níutíu flugvélar og flýgur til hátt í annað hundrað áfangastaða í Rússlandi og öðrum löndum. Árið 2011 flutti félagið tæplega átta og hálfa milljón farþega.

Sendiherra fundaði hinn 13. desember með Olgu Pleshakovu, forstjóra Transaero.

Video Gallery

View more videos