"Reykjavíkurtréið" fellt í Osló

Oslóartréð, jólagjöf borgarinnar til Reykjavíkur, var fellt við hátíðlega athöfn í Östmarka í Osló í dag.
 
Það var Carl I. Hagen, fyrrverandi formaður norska Framfaraflokksins og núverandi borgarfulltrúi, sem kom fram kom fyrir hönd borgarinnar við þetta tækifæri, en sendiherra Íslands, Gunnar Pálsson, veitti trénu móttöku fyrir hönd Reykvíkinga.  Hagen flutti ávarp, borið var fram kaffi með hveitibollum á bakka Nøklevann, viðstaddir Íslendingar sungu jólalög og fulltrúar borgarinnar og viðtakanda söguðu trébolinn. Á eftir færði sendiherrann Osló þakkir fyrir jólatréð, sem er 12. 5 metrar á hæð. Um 25 manns voru saman komin við athöfnina.
Hagen verður fulltrúi borgarstjórans í Osló þegar kveikt verður á trénu á Austurvelli 30. nóvember nk.
 
Sendiherra Íslands, Gunnar Pálsson, og fulltrúi Osláorborgar, Carl I. Hagen, saga tréið
 
Bymilöetaten býður uppá skógarkaffi
 
Hópurinn við bakka Nöklevann í Östmarka
 
Viðstaddir Íslendingar sungu jólalög
 
Perstur íslenska safnaðarins í Noregi, sr. Arna Grétarsdóttir, tekur í sögina með Carl I. Hagen
 
Fulltrúi Íslendingafélagsins í Osló, Steinunn Lilja Ólafsdóttir, ásamt sendiráðunaut, Elínu Rósu Sigurðardóttur, látta sitt ekki eftir liggj
 
Sendiherra Íslands, Gunnar Pálsson, heldur ávarpsorð

Video Gallery

View more videos