Íslenska fyrir íslensk börn búsett erlendis

 

Við hjá Tungumálaskólanum Skoli.Eu langar að benda á þjónustu við Íslendinga erlendis. Við hófum starfið formlega eftir tilraunakennslu síðasta sumar og tókust námskeiðin einstaklega vel.  Við byggjum á því sem við gerðum í fyrra, en þar var leik, námi og skemmtun blandað saman í skemmtilegt nám og samveru.  Krakkarnir kynnast Reykjavík með því að fara um hana, læra söguna og borða nesti á skemmtilegum stöðum fyrir krakka og unglinga.  Þau elduðu og skemmtu sér saman á fjölbreyttan hátt þar sem íslenskan var meginmálið.  Við erum með litla hópa og heimilislegt andrúmsloft og höfum fengið til liðs við okkur ákaflega góða kennara sem hafa reynslu af tvítyngi og fjölbreyttum kennsluháttum.
 
Námskeiðin í sumar heita „Leikur, nám og skemmtun – á íslensku“ og í sumar bjóðum við námskeið fyrir leikskólaaldur, grunnskólaaldur og unglinga á aldrinum 13 – 18 ára.
 
Um námskeiðin er hægt að lesa á vef ÍTR 
og á heimasíðu okkar www.skoli.eu 
 
TÍMASETNINGAR NÁMSKEIÐA
Fyrri námskeiðin verða:
16. júlí – 2. ágúst.
Seinni námskeiðin verða:
13. ágúst – 30. ágúst

Video Gallery

View more videos