Norsk-íslenska viðskiptaráðið (NIH)  hefur það að markmiði að efla og viðhalda traustum viðskiptatengslum milli Noregs og Íslands.

Viðskiptaráðið er góður vettvangur fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til að styrkja tengslanet sitt en ráðið stendur fyrir fundum og ráðstefnum um málefni sem tengjast viðskiptum milli Íslands og Noregs.

Með því að gerast meðlimur í ráðinu er hægt að fá greiðan aðgang að hópi íslenskra fyrirtækja sum með langa reynslu af viðskiptum í Noregi auk þess sem ráðið getur aðstoðað við uppsetningu funda og skipulagningu heimsókna milli landanna.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu NIH

 

Video Gallery

View more videos