Ísland flutti út vörur til Noregs að verðmæti rúmlega 32 milljörðum ISK árið 2012, en Noregur er í fjórða sæti yfir helstu útflutningsmarkaði Íslands. Lang stærsti hluti útflutningsins voru sjáfarafurðir fyrir ríflega 21 milljarð en um þriðjungur af heildarútflutningi til Noregs var loðna (12,2 milljarðar). Næst eftir sjávarafurðum komu iðnaðarvörur fyrir 6,8 milljarða.

Hægt er að nálgast nákvæmt talnaefni yfir útflutning á heimasíðu Hagstofu Íslands

Undanfarin ár hefur töluvert af íslenskum fyrirtækum í byggingariðnaði og samgöngumannvirkjum, verkfræðingar, arkitektar og hönnuðir sótt á norska markaðinn með góðum árangri. Mörg fyrirtækjanna hafa opnað lítið útibú í Noregi ellegar gert samstarfssamning við norsk fyrirtæki. 

Video Gallery

View more videos