Viðskipti

Öflug viðskipti við útlönd og kraftmikið efnahagslíf er undirstaða velferðar á Íslandi. Á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins er unnið að því að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara, íslenskra fyrirtækja og neytenda með því að tryggja þeim aðgang að alþjóðamörkuðum og efla fríverslun.

Sendiráð Íslands í Osló sinnir viðskiptaþjónustu, ferðamálum og menningarkynningu, en m.a. veitir sendiráðið íslenskum fyrirtækjum í Noregi og í öðrum umdæmislöndum sendiráðsins aðstoð í samstarfi með Íslandsstofu, Viðskiptaráði, Fjárfestingastofu og öðrum hlutaðeigandi stofnunum og hagsmunasamtökum í því augnamiði að stilla saman strengi allra þeirra sem starfa að viðskiptum, ferðamálum og menningarkynningu á erlendri grund.

Frekari upplýsingar um viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins má finna hér

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis. Íslandsstofa aðstoðar íslensk fyrirtæki og einstaklinga sem huga að útflutningi og býður m.a. upp á fræðslufundi og námskeið sem efla samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja og skýra innviði erlendra markaða. Jafnframt er íslenskum fyrirtækjum boðið uppá faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu og þekkingu á erlendum mörkuðum í samstarfi við sendiráðin sem styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.

Er þitt fyrirtæki að íhuga norska markaðinn fyrir ykkar vöru eða þjónustu? Hafið endilega samband við Andra Marteinsson forstöðumanns iðnaðar og þjónustu hjá Íslandsstofu (andri@islandsstofa.is) eða Karí Jónsdóttur viðskiptafulltrúa í sendiráði Íslands í Osló (kari@mfa.is). 

Mörg íslensk fyrirtæki hafa undanfarið sótt til Noregs. Viðskiptaumhverfið er svipað og á Íslandi og Noregur er góður stökkpallur út í Evrópu.

Hér má finna yfirlit yfir nokkuð af íslenskum fyrirtækjum í Noregi sem og norsk fyrirtæki með íslensk tengsl.

 

Nytsamlegir tenglar í norsku viðskiptalífi:

 

Námskeið um stofnun fyrirtækis í Noregi:

Viðskiptaskrifstofa Oslóarborgar (Oslo Business Region), býður uppá ókeypis námskeið um stofnun fyrirtækis í Noregi. Námskeiðin eru haldin bæði á norsku og ensku og eru um 3 klukkustundir. Eftir námskeiðið er hægt af fá stuttan fund með fulltrúum skrifstofunnar.

Námskeiðið veitir þáttakendum mjög nytsamlegar upplýsingar um hvernig skal staðið að skráningu fyrirtækis í Noregi, hvaða fyrirtækjaform skal valið, skattar og skýrslur til yfirvalda, ráðleggingar um rekstur og undirbúning viðskiptaáætlunar.

Á heimasíðu Oslo Business Region er að finna frekari upplýsinga um námskeiðin sem og aðrar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem huga að stofnun fyrirtækis í Noregi.

Athygli er vakin á að þáttaka á námskeiðinu er ekki bundið við staðsetningu fyrirtækisins í Osló, upplýsingar sem eru veittar hér gilda fyrir Noreg í heild sinni. Viðskiptaskrifstofur margra stærri sveitafélaganna í landinu bjóða einnig uppá ýmiskonar þjónustu fyrir viðskiptalífið.

Video Gallery

View more videos