REGLUR UM PRÓFTÖKU

Verklagsreglur varðandi framkvæmd fjarprófa hjá sendiráði Íslands í Ósló

1. Íslenskum námsmönnum er heimilt að taka próf við íslenskar menntastofnanir í sendiráði Íslands í Ósló á virkum dögum enda liggi fyrir samþykki viðkomandi menntastofnunar, sbr. þó 11. lið.

2. Menntastofnun skal senda beiðni um próftöku í tölvupósti tímanlega fyrir prófdag á netfang sendiráðsins emb.oslo@mfa.is með nemandaupplýsingum, hver námsgreinin sé, dagsetningu og tímasetningu prófsins. 

3. Próf geta hafist kl. 09.00 og þeim skal lokið eigi síðar en 15.00.

4. Komi til þess að námsmaður þreyti próf í sendiráðinu fyrr en á Íslandi skal hann ekki yfirgefa sendiráðið fyrr en það er hafið á Íslandi (skólinn getur gefið undanþágu á þessari reglu). 

5. Sendiráðið tekur ekki ábyrgð á hávaða og kliði sem getur stafað frá almennri starfsemi þess. Húsnæði sendiráðsins er hvorki hannað kennsluhúsnæði né gert ráð fyrir próftöku í því. 

6. Námsmönnum ber sjálfum að koma með tölvur og annars konar tæki sem þeir þurfa til að leysa prófin. 

7. Við upphaf próftöku skal námsmaður framvísa vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. 

8. Námsmanni ber að tilkynna sendiráðinu ef honum er ómögulegt að mæta í prófi á þeim tíma sem tilkynntur hefur verið. 

9. Námsmanni ber að virða í hvívetna prófreglur viðkomandi menntastofnunar.

10. Námsmaður skal lúta þeim umgengnisreglum sem gilda í sendiráðinu.

11. Sendiráðið áskilur sér rétt til að hafna próftöku ef húsnæði þess sé í notkun af öðrum ástæðum

12. Nemendur hafa ekki aðgang að interneti í sendiráðinu nema um annað sé samið fyrirfram. 

13. Ef nemandi ætlar ekki að taka prófið sem hann hefur skráð sig í hjá sendiráðinu, þarf hann að láta vita við fyrsta tækifæri. 

14. Prófstofur eru að jafnaði opnaðar 10 mínútum áður en próf hefst. Mæti nemandi meira en einni klukkustund eftir að próf hefst fær hann ekki að þreyta prófið

 

 

Video Gallery

View more videos