Þjónusta við Íslendinga

 

Börn fædd í Noregi - ríkisborgararéttur

Sé barn sem fætt í Noregi og báðir foreldrar þess eru íslenskir ríkisborgarar, þá á barnið ekki kost á því að verða norskur ríkisborgari við fæðingu (hægt er að sækja um það síðar, sjá upplýsingar hér). Þá verður barnið íslenskt en foreldrar bera ábyrgð á því að tilkynna fæðingu barnsins til Þjóðskrár og fá úthlutaðri íslenskri kennitölu.

Skráning barns í Þjóðskrá: http://www.skra.is/?pageid=1250

Allar almennar upplýsingar um íslenskan ríkisborgararétt:  http://www.innanrikisraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/rikisborgaramal/almennt/

Almennt er tvöfaldur ríkisborgararéttur ekki leyfður af norskum yfirvöldum en þar eru þó nokkrar undantekingar á. Upplýsingar um tvöfaldan ríkisborgararétt frá norskum yfirvöldum http://www.udi.no/Sentrale-tema/Statsborgerskap/Dobbelt-statsborgerskap/

 

Ökuskírteini

Almennt um ökuskírteini á Íslandi  (síða Sýslumannsins í Kópavogi)

Norsk lög um ökuskírteini (lovdata) 

Upplýsingar um vinnuvélaréttindi í Noregi (Arbeidstilsynet)

Reglur um atvinnuakstur í Noregi (Statens Vegvesenet)

Hvernig breyti ég nafninu mínu 

Nafnbreytingar: Ef umsækjandi hefur tekið upp nýtt eftirnafn eða breytt á einhvern hátt nafni sínu þarf að vera búið að ganga frá tilkynningu um slíkt til Þjóðskrá. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa þó makar taki upp nafn hvors annars til dæmis við hjónavígslu í Noregi.
 
Hafi nafnbreyting þegar gengið í gegn í norskri þjóðskrá (Folkeregistret), þá er best að hafa afrit af þeirri skráningu tiltæka fyrir íslenska þjóðskrá. 
 
Umsækjendum er bent á að sannreyna að nafn þeirra sé skráð í Þjóðskrá eins og óskað er að það komi fram í vegabréfi, sé ástæða til að ætla að um misræmi gæti verið að ræða.
 

Þarf vegabréf til að ferðast á milli Norðurlandanna

Í ljósi samkomulags um norrænt vegabréfafrelsi, má líta sem svo á að vegabréf séu ekki nauðsynleg í ferðum milli Norðurlandanna og því ættu önnur persónuskilríki og gögn að duga samkvæmt því.  Hvað gögn varðar má t.d. nefna fæðingarvottorð barns. Hins vegar er öllum ríkjum heimilt að krefjast vegabréfa, ef sérstakar aðstæður kalla á aukið öryggiseftirlit.  Það er því eindregið mælt með því að foreldrar eða forsjármenn barna afli vegabréfa fyrir þau áður en lagt er upp í ferðir til Norðurlandanna, til að tryggja að ekki komi upp vandamál við komu og brottför, hvort heldur er hér heima eða erlendis. (Heimild:  Lögreglan: Spurt og svarað – vegabréf )
 
Athygli er vakin á því á að það getur tekið um mánuð eftir fæðingu barns að fá afgreitt fæðingavottorð frá norsku þjóðskránni.
Aðrar upplýsingar um vegabréf fyrir börn og/eða ferðalög innan Norðurlanda:

Ferðalög til Bandaríkjanna

Öll gild íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 munu gilda áfram til þess að ferðast án áritunar til USA. Þeir sem bera íslensk vegabréf útgefin fyrir 1. júní 1999 og ætla til USA þurfa nú þegar annað hvort að sækja um áritun til USA í bandarísku sendiráði eða sækja um nýtt vegabréf. Athugið að þetta tengist ekki útgáfu nýrra íslenskra vegabréfa. Nánari upplýsingar veitir vegabréfaútgáfa þjóðskrár

Þjónusta ræðismanna

Vakin er athygli á því að ræðismenn geta ekki lengur tekið við umsóknum um vegabréf.

Ræðismenn geta eftir sem áður haft milligöngu um útgáfu neyðarvegabréfa. 

Ræðismenn Íslands í Noregi og öðrum umdæmislöndum eru einkaaðilar sem hafa tekið að sér að gæta hagsmuna Íslands og Íslendinga í sínu umdæmi. Ræðismenn eru ólaunaðir.

 

Próftaka í sendiráði

Íslenskum námsmönnum er heimilt að taka próf frá íslenskum menntastofnunum í sendiráðinu á virkum dögum. Menntastofnun skal senda beiðni um próftöku á netfang sendiráðsins emb.oslo@mfa.is og gera grein fyrir nemanda, námsgrein og dagsetningu prófs. Beiðnin skal vera send með ekki minna en 10.daga fyrirvara. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar fást hjá sendiráðinu með því að senda póst á emb.oslo@mfa.is

 

Vegabréfsáritanir

Á vefsetri utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir sem Íslendingar þurfa vegna ferðalaga til einstakra landa.

Útlendingastofnun veitir upplýsingar um vegabréfsáritanir sem erlendir ríkisborgarar þurfa vegna ferðalaga til Íslands

 

Sakavottorð

Sótt er um íslensk sakavottorð hjá sýslumönnum á Íslandi, sjá frekari upplýsingar hjá http://www.syslumenn.is/utanrvk/leyfi_skirteini/sakavottord/
 

Kosningar

Kosningaréttur Íslendinga í sveitarstjórnarkosningum í Noregi

Íslenskir ríkisborgarar hafa ekki kosningarétt í þingkosningum í Noregi, jafnvel þótt þeir hafi þar búsetu.

Íslenskir ríkisborgarar sem skráðir eru með búsetu í Noregi geta kosið í sveitarstjórnarkosningum skv. ákvæðum laga um sveitarstjórnarkosningar

 

Að flytjast til Noregs

Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, Hallo Norden, veitir upplýsingar m.a. um atriði er varða flutning á milli Norðurlanda, þ.m.t. skásetningu, ”kennitölur” o.fl.

Gátlisti vegna flutnings frá Íslandi til hinna Norðurlandanna

Íslenskuskólinn er skóli á Netinu fyrir íslensk börn á leik- og grunnskólaaldri sem búsett eru erlendis. ATH. Íslensku skólinn liggur niðri eins og er.

 

Aðrar gagnlegar upplýsingar

Nordisk eTax - Nordisk eTax er upplýsinga síða um skatta fyrir þá, sem eru búsettir í einu norrænu ríkjanna, en hafa tekjur eða eiga eignir í einhverju öðru þeirra. 

Nordsoc - Norræn vefgátt um almannatryggingar. Vefgátt er gerð af yfirvöldum um almannatryggingar á Norðurlöndunum.

Video Gallery

View more videos