Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Noregs 21.-23. mars næstkomandi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags og viðskiptalífs auk embættismanna frá utanríkisráðuneyti og embætti forseta.

Dagskrá heimsóknarinnar má finna á vef norsku hirðarinnar.

Sendiráðið hefur unnið að undirbúningi heimsóknarinnar í nánu samstarfi við skrifstofu forseta Íslands og yfirvöld hér í Noregi. Sendiráðið mun gera heimsókninni skil á Fésbókarsíðu sendiráðsins og hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með heimsókninni þar.  

Video Gallery

View more videos