Ólafíuhátíðin 8. - 9. júní í Ósló til heiðurs Ólafíu Jóhannsdóttur

Íslenski söfnuðurinn í Noregi stendur fyrir hátíðinni og býður alla velkomna að taka þátt í hátíðarhöldunum nú þegar 150 ár eru liðin frá fæðingu Ólafíu. 

Dagskrá hátíðarinnar hefst laugardaginn 8. júní með "Ólafíugöngu" undir leiðsögn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, prófessors og fyrrum sendiherra Íslands í Noregi. Gangan hefst kl. 14 við styttu Wergeland á milli Stortinget og Nationaltheatret. Gengið verður um slóðir Ólafíu og fjallað um líf hennar og störf. Göngunni lýkur við Ólafíustofu við Pilestredet Park, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Á sunnudeginum 9. júní kl. 14 verður sérstök messa í tilefni af Ólafíuhátíð i Nordberg kirkju og þar mun Sigríður Dúna lesa upp úr ævisögu Ólafíu. 

Ólafía Jóhannsdóttir hefur stundum við kölluð móðir Teresa norðursins. Hún starfaði meðal annars á strætum Óslóborgar þar sem hún hjálpaði vændiskonum, áfengissjúklingum og fátækum. Ólafía barðist fyrir réttindum kvenna auk þess sem hún var brautryðjandi í málefnum áfengissjúklinga og talskona bindindis. Stórbrotin saga Ólafíu er samofin sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og einstök elja hennar í að berjast fyrir hugsjónum sínum um víða veröld gerir hana að einnimerkustu konu sem Ísland hefur alið.  

Hér hægt að sjá auglýsinguna frá íslenska söfnuðinum.

Video Gallery

View more videos