Lengdur framleiðslutími á vegabréfum

AFGREIÐSLUTÍMI VEGABRÉFA  

Frá og með 1. maí 2014 verður framleiðslutími vegabréfa 12 virkir dagar, þ.e.a.s. vegabréfin fara í póst á 12. virka degi frá því að sótt var um.  Umsóknardagurinn er fyrsti dagur.  Sjá meðfylgjandi töflu.

Þetta á við þær umsóknir sem koma inn 1. maí og eftir það þangað til annað verður tilkynnt.

Ef sótt er um:                   Fer vegabréfið í póst:

Á mánudegi                      Þriðjudag í þarnæstu viku

Á þriðjudagi                      Miðvikudag í þarnæstu viku

Á miðvikudegi                   Fimmtudag í þarnæstu viku

Á fimmtudegi                    Föstudag í þarnæstu viku

Á föstudegi                       Mánudag í þarþarnæstu viku

 

Frekari upplýsingar er að finna hér.

Video Gallery

View more videos