Laus störf hjá ráðuneytinu

 

Laus störf hjá ráðuneytinu eru auglýst á Starfatorginu (www.starfatorg.is) þegar svo ber undir en auglýsingar eru einnig birtar hér á síðunni.

Utanríkisráðuneytið auglýsir starfsnám í utanríkisþjónustunni.

Markmið starfsnámsins er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast störfum utanríkisþjónustunnar. Starfsnámið er ætlað fólki sem hefur lokið BA/BS-gráðu og er í, hyggur á, eða hefur nýlokið meistaranámi í grein sem tengist málefnasviði utanríkisþjónustunnar.

Um er að ræða sex mánaða tímabil, frá júlí-desember 2013. Starfsnámið fer fram á aðalskrifstofu ráðuneytisins eða starfsstöð utanríkisþjónustunnar erlendis.

Kröfur til umsækjenda:

  • BA / BS gráða eða sambærileg menntun í grein sem tengist málefnasviði utanríkisþjónustunnar
  • Góð kunnátta í íslensku, ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli
  • Kunnátta í frönsku, þýsku eða öðru tungumáli er æskileg
  • Góð aðlögunarhæfni
  • Íslenskur ríkisborgararéttur

Starfsnám hjá utanríkisráðuneytinu er launað og þiggja starfsnemar laun skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.

Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2013.

Nánari upplýsingar veitir Anna Ósk Kolbeinsdóttir í síma 545-9900 (aok@mfa.is).

Video Gallery

View more videos