Jólaferðalagið

 

Jólin nálgast óðfluga og margir Íslendingar sem fara í ferðalag um jólin, hvort sem það er heim til Íslands að hitta fjölskyldu og vini eða að upplifa jólin á nýjum stað. 

Það eru nokkrir hlutir sem hafa ber í huga við slík ferðlög. Til dæmis er gott að athuga hvort að vegabréfið þitt sé nokkuð glatað eða útrunnið.

Ef þú finnur ekki vegabréfið þitt og heldur að það sé glatað þá þarftu að tilkynna það glatað, það er gert með nokkrum einföldum leiðum. Þú ferð á heimasíðuna hjá okkur í sendiráðinu eða hjá þjóðskrá Íslands og fyllir út eyðublað sem heitir Tilkyning um glatað vegabréf

Til þess að endurnýja vegabréf í Noregi er haft samband við sendiráðið símleiðs og við bókum tíma fyrir þig til að þess að koma við í sendiráðinu og sækja um nýtt vegabréf

Ef vegabréfið þitt er útrunnið og ekki er nægur tími til að sækja um nýtt vegabréf þá er hægt að koma við í sendiráðinu alla virka daga milli 10 - 15 og framlengja því um allt að einu ári frá þeim degi sem það rann út. Einnig geta ræðismenn okkar víðs vegar um Noreg framlengt vegabréfum, það getur verið hentugt fyrir fólk sem ekki býr í grend við Osló. Það þarf að panta tíma fyrirfram hjá ræðismönnum fyrir framlengingar. 

Á síðu utanríkisráðuneytisins er að finna mikið að nytsamlegum upplýsingum um ferðalög. Áður en haldið er af stað í ferðalag þarf að athuga hvort Íslendingar þurfi vegabréfsáritnir á þeim áfangastað sem haldið er til. 

Upplýsingar um næsta sendiráð eða ræðismannaskrifstofu er einnig að finna á síðunni, það getur verið gott að hafa þær upplýsingar meðferðis vanti aðstoð. 

Hægt er að skrá ferðalag sitt hjá ráðuneytinu.

Borgaraþjónusta utanríkisþjónustunnar gætir hagsmuna og öryggi íslenskra ríkisborgara og veitir þeim ýmis konar aðstoð. Neyðarsími borgaraþjónustunnar er opin allan sólarhringinn árið um kring, +354 545 9900. Á heimsíðu borgarþjónustunnar er hægt að lesa um þau ýmsu verkefni sem hún gegnir. 

 

Video Gallery

View more videos