Hafdís Vigfúsdóttir heldur útskriftartónleika í Noregs Musikkhøgskolen

 

Hafdís Vigfúsdóttir mun ljúka mastersprófi í flautuleik frá Norges Musikkhøgskole í Osló nú í vor. Lokatónleikarnir hennar verða haldnir miðvikudaginn 29. maí kl. 20:00 í skólanum, sem er til húsa á Slemdalsveien 11 á Majorstuen. Aðgangur er ókeypis og þangað eru allir velkomnir. Hafdís mun leika sónötu eftir Bach, ungverska fantasíu eftir Doppler, Passacaglia fyrir einleiksflautu eftir Dohnányi og sónötu eftir franska tónskáldið André Jolivet. Með henni á tónleikunum leika tveir meðleikarar skólans, Trond Schau á píanó og Knut Johannessen á sembal.
 
Hafdís mun hita upp með tónleikum í St.Edmunds Church, sem stendur við Møllergata 30 í miðborg Oslóar. Þeir tónleikar verða laugardaginn 18. maí kl. 17:00 og þangað eru allir velkomnir gegn 50 kr aðgangseyri og mun “english tea” vera innifalið í aðgangseyri, í boði frá kl. 16:15. Þar verða flutt verk eftir Doppler, Dohnányi og Jolivet og leikur Trond Schau með henni á píanó.

Video Gallery

View more videos