Forsetakosningar 2012

 

Forsetakosningar fara fram á Íslandi 30. júní 2012.  Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í sendiráðum og hjá ræðismönnum getur hafist allt að átta vikum fyrir kjördag.
 
Í sendiráði Íslands í Osló er hægt að kjósa á virkum dögum frá kl. 13:00-15:00, til viðbótar verður sendiráðið með opið fyrir kjósendur til 16:00 föstudaginn 22.júní og mun hafa sérstakan kosningadag mánudaginn 25.júní þar sem opið verður til 19:00.
 
Þegar kosið er hjá ræðismönnum eru kjósendur vinsamlegast beðnir um að hafa samband við viðkomandi ræðismann og bóka tíma til þess að koma og kjósa ef það er utan auglýsts tíma ræðismannsins.
 
Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og undirskriftarsýnishorni, t.d. íslenskt vegabréf eða ökuskírteini, þegar komið er í sendiráðið eða til ræðismanns til þess að kjósa.
 
Athygli kjósenda skal vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi fyrir kjördag.  
Ath:  Gera þarf ráð fyrir u.þ.b. fjögurra daga póstsendingartíma frá Noregi til Íslands.
 
Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði, en upplýsinga um það má m.a. finna á heimasíðu RÚV ruv.is/forsetakosningar/frambjodendur. Ýmsar hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefsetrinu www.kosning.is/
 
Í Noregi er unnt er að kjósa utan kjörfundar á eftirtöldum stöðum: 
Osló: Sendiráð Íslands, Stortingsgata 30, Oslo, sími (+47) 2323 7530, netfang: emb.oslo@mfa.is
 
Hjá ræðismönnum Íslands í Bergen, Bodø, Haugesund, Kristiansand, Stavanger, Tromsø, Trondheim og Ålesund, sjá www.iceland.is/iceland-abroad/no/om-ambassaden/konsuler/  
Frekari upplýsingar um sérstakan opnunartíma fyrir kosningar hjá ræðismönnum koma bráðlega
 

Video Gallery

View more videos