Ferðaviðvörun vegna ástandsins í Egyptalandi

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands, að frátöldum ferðamannastöðum við Rauðahaf, vegna ótryggs ástands þar í landi. Ráðuneytið fylgist með þróun mála og ráðleggur fólki eindregið að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja t.d. norrænu ríkjanna, sem eru með sendiráð í landinu. 

Þeir sem staddir eru í Egyptalandi eða þurfa að ferðast þangað í náinni framtíð eru beðnir um að skrá sig hjá Borgaraþjónustu ráðuneytisins.

 

Tekið af vef utanríkisráðuneytis Íslands. 

Video Gallery

View more videos