Breyttur afgreiðslutími vegabréfa

Frá og með 16. september 2013 verður afgreiðslutími vegabréfa ein vika. Það þýðir að vegabréf sem sótt er um á t.d. mánudegi verður póstlagt næsta mánudag, sótt um á þriðjudegi verður póstlagt næsta þriðjudag o.s.frv. 

Ath. Ef frídagar eru á tímabilinu þá lengist tíminn sem þeim nemur. 

Þetta á við um þær umsóknir sem koma innan 16. september og eftir það þangað til annað verður tilkynnt. 

Video Gallery

View more videos