Baltasar Kormákur kemur til Oslóar til að frumsýna Djúpið

Sérstök frumsýning á kvikmynd Baltasars Kormáks Djúpinu verður í Gimle bíóhúsinu þann 8. apríl klukkan 17:30. Baltasar mun vera á staðnum og taka á móti gestum. Áður en sýningin hefst mun Christian Berg spjalla við leikstjórann um myndina og gerð hennar. Öllum gefst nú kostur að kaupa sér miða á þennan skemmtilega viðburð, sem enginn kvikmyndaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.  

Hér er hægt að skoða viðburðinn á facebook.

Hér er hægt að kaupa miða á sýninguna.

Baltasar er þekktur fyrir leik, framleiðslu og leikstjórn. Á meðal mynda sem Baltasar hefur leikstýrt er 101 Reykjavík með Hilmi Snæ Guðnasyni og Victoriu Abril, A Little Trip to Heaven með Juliu Stiles og óskarsverðlaunahafanum Forest Whitaker og Contraband með Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum.

 

Video Gallery

View more videos