Athöfn við fellingu Oslóartrésins mið. 7.nóvember

Íslendingum er boðið að taka þátt í dagskrá Oslóborgar  við fellingu jólatrésins í Oslomarka miðvikudaginn 7. nóvember n.k., en jólatrésgjöf Osló til Reykjavíkur byggir á 60 ára gamalli hefð.
 
Að þessu sinni er ráðgert að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, verði viðstaddur og felli tréð ásamt borgarstjóra Osló, Fabian Stang. Borgin  býður rútuferð frá Borggården við ráðhúsið kl. 10:00, miðvikudaginn 7. nóvember, og  verður komið aftur um hádegið. Í skóginum vera haldnar nokkrar ræður, norsk skólabörn syngja jólasöngva og boðið verður upp á skógarkaffi auk þess sem tréð verður að sjálfsögðu fellt. (athugið breyttan tíma, rútan fer af stað kl.10 ekki 9)
 
Þeir sem hafa hug á að nýta sér rútuferðina vinsamlegast láti sendiráðið vita sem fyrst og ekki síðar en föstudaginn 2. nóvember á tölvupóstfang kari@mfa.is. Nákvæm tímasetning á brottför rútunnar frá Ráðhúsinu verður svo send til þeirra sem hafa skráð sig þegar nær dregur.
 
Eftirfarandi er hlekkur á flickr-síðu ráðhússins í Osló þar sem eru nokkrar myndir frá tréfellingunni fyrir tveimur árum: http://www.flickr.com/photos/ordforerenioslo/sets/72157625340049149/with/5206683656/

Video Gallery

View more videos