Tónleikar Trio Scandia í Osló

Tónleikar Trio Scandia verða haldnir í Musikklærerforeningens hus við Josefines gate 15 (gengið inn frá Underhaugsveien), 0351 Oslo, fimmtudaginn 21. júní kl. 20.30. 

Tríóið er skipað tveimur Íslendingum og einum Norðmanni, þeim Hafdís Vigfúsdóttur og Linn Annett Ernø flautuleikurum og Kristjáni Karli Bragasyni píanóleikara. Þau eru öll búsett í Osló og hafa leikið saman um nokkurt skeið. Öll hafa þau lokið masters- og/ eða bachelor gráðum í sínu fagi eftir nám í Frakklandi, Hollandi og Noregi. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk þjóðlög í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar, nýtt verk eftir ungt norskt tónskáld, Pia Møller Johansen, sem og undursamlegar tónsmíðar Bach, Saint-Saëns, Debussy og Doppler.
 
Tríóið mun síðar í sumar halda í tónleikaferðalag til Íslands og hefur hlotið styrk til þess frá Norsk kulturråd. 
 
Tónleikarnir verða um klukkustundar langir og kostar miðinn aðeins 100 norskar krónur, 50 krónur fyrir námsmenn. 
 
Við hvetjum tónlistaráhugafólk til þess að láta þessa tónleika ekki fram hjá sér fara. Fyrirspurnum og miðapöntunum verður svarað á netfanginu hafdisvaff@hotmail.com.

Video Gallery

View more videos