Ísland og Atlantshafsbandalagið (NATO)

Ísland er eitt stofnaðila Atlantshafsbandalagsins sem komið var á fót með Atlantshafssáttmálanum sem undirritarður var í Washington 4. apríl 1949. Frá stofnun bandalagsins hefur það ásamt varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951 verið meginstoð Íslands í öryggis- og varnarmálum. Á þessum tíma hefur starfsemi NATO og þátttaka íslands í því gerbreyst. Í kjölfar kalda stríðsins hefur megin áherslan beinst að friðargæslu, baráttunni gegn hryðjuverkaógninni og margvíslegri samvinnu við hin ýmsu ríki í Evrópu og Miðausturlöndum einkum er varðar varnar- og öryggismál. Ísland er þátttakandi í þessu starfi í höfuðstöðvum NATO, herstjórnarmiðstöð þess í Mons, SHAPE, og í friðargæslu bandalagsins.

Video Gallery

View more videos