Yfirhershöfðingi NATO á Íslandi

Dagana 19. og 20. júní var James L. Jones yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins staddur á Íslandi í boði íslenskra stjórnvalda.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fundaði með hershöfðingjanum. Á fundinum var rætt um málefni Atlantshafsbandalagsins, s.s. þróun bandalagsins, þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu starfi og stuðning við aðgerðir. Einnig var rætt um stöðu mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna.

 

James L. Jones

Video Gallery

View more videos