Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var í Brussel. Meginumræðuefni fundarins voru aðgerðir bandalagsins í Afganistan og staða mála í Kósóvó.

Í máli sínu greindi utanríkisráðherra meðal annars frá þeim fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda að styðja enn frekar við endurreisnarstarf og uppbyggingu í Afganistan.

Þá sat ráðherra fund með ýmsum samstarfsríkjum bandalagsins og fulltrúum alþjóðastofnanna, auk utanríkisráðherra Afganistan, og hádegisverðarfund með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins.

Video Gallery

View more videos