Framkvæmdastjóri NATO á Íslandi

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra funduðu þann 16. júní með Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á fundinum var rætt um málefni Atlantshafsbandalagsins og undirbúning fyrir leiðtogafund þess, sem haldinn verður í Riga í Lettlandi í nóvember n.k. Einnig var farið yfir stöðu mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið.

Umfjöllun um fund framkvæmdastjóra NATO og íslenskra ráðamanna má finna á vef NATO.

Video Gallery

View more videos