Japan

Iceland-Japan, flagsStofnað var til stjórnmálasambands á milli Japans og Íslands 8. desember 1956 og sendiráð Íslands í Tókýó, sem og sendiráð Japans á Íslandi, voru opnuð árið 2001.


Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun ef þeir ætla að dvelja sem ferðamenn í Japan skemur en 3 mánuði.  Þeir sem hyggjast stunda nám í Japan verða að sækja um sérstaka námsmannaáritun áður en þeir koma til Japans.  Sama gildir um þá sem hyggjast stunda vinnu í Japan, þeir verða að sækja um atvinnuleyfi áður.  Athygli er vakin á því að ekki er mögulegt að breyta ferðamannaáritun í náms- eða atvinnuáritun eftir komu til Japans.

Video Gallery

View more videos