Vegabréf og áritanir

Vegabréf

Einungis er hægt að sækja um íslensk vegabréf á Íslandi eða hjá sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Lundúnum, Peking og í Washington.  Hvorki ræðismenn í umdæmi sendiráðsins né sendiráðið taka við vegabréfaumsóknum.  Hins vegar er hægt að framlengja gildistíma vegabréfs um eitt ár frá þeim degi er vegabréfið rann út. Í brýnustu neyð geta sendiráðið og  ræðismenn gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út ef umsækjandi getur ekki sótt um vegabréf í sendiráði eða á Íslandi. Tekið skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.

Framlengd vegabréf (af vef Þjóðskrár)

Þjóðskrá Íslands vill benda á að samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) þá er gerð sú krafa að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki. Þessi krafa er ófrávíkjanleg frá 24. nóvember 2015. Þau vegabréf sem íslenska ríkið gefur út uppfylla kröfur um að vera gild ferðaskilríki. Ef vegabréf hefur verið framlengt telst það ekki lengur véllesanlegt vegabréf og því ekki gilt sem ferðaskilríki.   

Eftir 24. nóvember 2015 er ekki hægt að ábyrgjast hvernig litið verður á framlengt vegabréf við landamæraeftirlit erlendis og er það alfarið á ábyrgð einstaklings að ferðast með slíkt vegabréf.

Neyðarvegabréf eru ekki véllesanleg en eru heimil samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) enda skulu þau gefin út til að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyð einna helst til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð vegabréfa.

Áritanir

Íslendingar þurfa ekki að sækja um vegabréfsáritun ef þeir dvelja í Japan sem ferðamenn skemur en 3 mánuði en áritun er nauðsynleg til ferðalaga til Austur-Tímor og til Filippseyja.

Video Gallery

View more videos