ZAKKA Design Tokyo -Design Accents Expo sýningin hafin

Design Accents Expo hönnunarsýningin er hafin hér í Tokýo. Sýningin sem er haldin árlega í Tokyo Big Sigth sýningarsvæðinu er sú stærsta frá upphafi. Í ár stendur Útflutningsráð Íslands fyrir þátttöku 8 hönnuða/fyrirtækja en það er í annað sinn sem Íslendingar taka þátt í sýningunni. Í fyrra tóku fjórir hönnuðir þátt en tvöfalt fleiri nú í ár. Að sögn Berglindar Steindórsdóttur sem heldur utan um sýninguna fyrir Útflutningsráð þá eru hönnuðirnir; Dýrfinna Torfadóttir, Thelma Björk Jónsdóttir, Sigríður Heimisdóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir –Kogga, Þorbjörg Valdimarsdóttir –Tobba, Rósa Helgadóttir, Hildur I. Björnsdóttir auk Eddu H. Atladóttur og Erlu Ó. Arnardóttur frá Atson, Leðuriðjan.

Að sögn sýningarstjórnar þá er íslenska þátttakan sú stærsta erlendis frá. Mikil breidd er í vörunum sem sýndar eru af íslensku hönnuðunum eða skartgripir, fatnaður, höfuðskraut, lampar leður vörur og friðareggin frá Koggu auk álfaljósanna.

 

Sýningin mun standa yfir frá 4. júlí til 6. júlí.Video Gallery

View more videos