Vorfundur IJCE -vinafélags japanskra og íslenskra háskólanema

Þann 4. apríl sl. héldu IJCE -vinafélag japanskra og íslenskra háskólanema árlegan fund sinn. Fundurinn sem haldinn var í sendiráðinu var vel sóttur af japönskum félögum en þrír íslenskir nemar heimsóttu Japan að þessu tilefni og dvöldu nokkra daga í landinu. Íslensku nemarnir efndu til matarkynningar af tilefni komu þeirra til Japans og buðu upp á íslenskt skyr, blóðmör og lifrapylsu auk brennivíns.

Þeir sem vilja kynna sér betur starfsemi félagsins og hafa tök á japanskri tungu geta kynnt sér hana á:

http://www.ijce.net/

Video Gallery

View more videos