Undirritun samstarfsáætlunar Norðurlanda um viðbrögð við neyðarástandi í Japan

Vinnuhópur, sem í eru fulltrúar allra sendiráðanna, hefur frá byrjun þessa árs hist á reglulegum fundum og unnið í náinni samvinnu að undirbúningi samstarfsáætlunarinnar. Í Japan eru jarðskjálftar tíðir og samkvæmt spám japanskra vísindastofnana má búast við mjög öflugum jarðskjálfta á Tókýósvæðinu á næstu árum sem að öllum líkindum mun kosta mörg mannslíf og valda tjóni á mannvirkjum.

Meginmarkmið samstarfsáætlunarinnar er að festa samstarfið í sessi og skilgreina hvernig sendiráðin norrænu aðstoði hvert annað á hættutímum og nýti starfskrafta og starfsaðstöðu á sem skilvirkastan hátt til er að koma norrænum borgurum í neyð til hjálpar sem fyrst eftir að neyðarástand skapast. Í Japan dvelja að jafnaði u.þ.b. 2.400 norrænir borgarar, þar af u.þ.b. 60 Íslendingar.

 

Japönsk stjórnvöld hafa að undanförnu verið að endurskoða og uppfæra viðbúnaðaráætlanir, og þá sérstaklega fyrir Tokýósvæðið, sem er það þettbýlissvæði jarðar, sem talið er í hvað mestri hættu gagnvart jarðskjálftavá.  Þrátt fyrir að jarðskjálftavá vegi þungt í samstarfsáætluninni tekur hún til viðbragða við hvers kyns neyðarástandi.

 

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Borgundarhólmi í ágúst sl. var samþykkt yfirlýsing þess efnis að noræn sendiráð myndu stilla saman strengi sína til hjálpar norrænum borgurum ef til neyðar kæmi og var áðurnefnd samstarfsáætlun unnin í beinu framhaldi af þeirri samþykkt.

 

Video Gallery

View more videos