Sigurborg Oddsdóttir, sendiherrafrú í Japan tekur þátt í World Gardening Fair

Dagana 2. til 6. maí nk. fer fram á Hótel Okura í Tókýó sýningin ,,World Gardening Fair” Á sýningunni verða til sýnis 10 blómagarðar sem hannaðir eru af eiginkonum sendiherra tíu ríkja. Sigurborg Oddsdóttir, sendiherrafrú í Japan er þátttakandi á sýningunni og hefur með aðstoð Nobuo Shirasuna, frægum japönskum landslagsarkitekt hannað íslenskan garð sem verður til sýnis þessa daga. Í tengslum við sýninguna verður efnt til matarkynninga á hótelinu þar sem hlaðborð með réttum frá löndunum tíu verður á boðstólum á Café Corner, eins af veitingastöðum hótelsins.

Auk Íslands, taka þátt fulltrúar frá; Bretlandi og Norður Írlandi, Frakklandi, Spáni, Algeríu, Sviss, Malasíu, Panama, Brasilíu og Sádi Arabíu.Video Gallery

View more videos