Sagan af Dimmalimm útgefin í Japan

Akiko Haji þýddi söguna og það er útgáfufyrirtækið Zuiunsya sem mun gefa bókina út í tilefni af 50 ára stjórnmálasambandsafmæli Íslands og Japans þann 8. desember nk.

Sagan af Dimmalimm var samin og myndskreytt af myndlistarmanninum Muggi (Guðmund Thorsteinsson) árið 1921 þegar hann var á ferð um Ítalíu. Guðrún, systir hans, bjó þá í smábænum Pagli ásamt manni sínum og ungri dóttur þeirra, Helgu. Söguna samdi hann fyrir Helgu en hún hafði gælunafnið Dimmalimm.

Nú í sumar var bókin gefin út í 10. sinn á Íslandi. Sagan af Dimmalimm hefur verið þýdd á fjölda tungumála, auk þess sem samin hafa verið tón- og leikverk upp úr henni.

Video Gallery

View more videos