Menningarkvöld í sendiráðinu

Föstudaginn 26. janúar heimsóttu sendiráðið félagasamtök sem heita International Friendship Center. Samtökin sem hafa að leiðarljósi að kynna félögum sínum menningu annarra þjóða óskuðu eftir að fá að koma í heimsókn og kynnast Íslandi. Um 45 manns heimsóttu sendiráðið og eyddu kvöldstund með starfsmönnum sendiráðsins og Íslendingum sem stunda nám í Tókýó.  Boðið var upp á mat úr íslensku hráefni, þorsk, skyr og vatn og var mikil ánægja með matinn.  Sendiherra, Þórður Ægir Óskarsson, ávarpaði hópinn og bauð gesti velkomna og Benedikt Höskuldsson, sendifulltrúi, hélt stutt ávarp þar sem kynnt var saga landsins og helstu kostir fyrir ferðamenn sem sækja Ísland heim.Video Gallery

View more videos