Libia Castro og Ólafur Ólafsson sýna fyrir Íslands hönd á Feneyjatvíæringnum 2011

Spænsk-íslenska listamannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hefur verið valið til að sýna fyrir Íslands hönd á Feneyjatvíæringnum, La Biennale di Venezia 2011. Libia Castro fæddist í Madrid 1969 en Ólafur Ólafsson í Reykjavík 1973. Þau búa í Rotterdam og Berlín og er því óhætt að segja að þau séu listamenn margra landa. Þau kynntust í Hollandi árið 1997 og hafa starfað saman síðan. Strax í upphafi vöktu samstarfsverkefni þeirra athygli í Hollandi og á Íslandi og bráðlega víðar um heim og árið 2009 hlutu þau þriðju verðlaun hinna virtu hollensku myndlistarverðlauna Prix de Rome. Verk þeirra hafa myndað öfluga heild og þau hafa þróað með sér sína sérstöku hugmyndalegu nálgun þar sem leikur, ögrun og hugmyndaauðgi fara saman og byggir oft á yfirgripsmikilli rannsókn, hvert sem viðfangsefnið kann að vera hverju sinni.

Nánari upplýsingar eru í viðhengi og má finna á vef Kynningarmiðstöðvarinnar www.cia.is/venice eða hafa samband í tölvupósti: info@cia.is

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistarVideo Gallery

View more videos