Jóhann Jóhannsson á sumartónleikum í Tokýo

Jóhann Jóhannsson hélt tvenna tónleika í Tokýoborg dagana 10. og 11. júlí. Tónleikarnir sem eru hluti af “23rd. Tokyo Summer Festival” fóru fram í National Museum of Emerging Science and Innovation, Symbol Zone. En safnið er eitt hið merkilegasta í Japan þar sem áhersla er lögð á að kynna nýjar vísindarannsóknir allstaðar að. Umgjörð tónleikanna var einkar skemmtileg og féll skemmtilega að tónlist listamannanna. Mjög góð aðsókn var að tónleikunum og var fullt bæði kvöldin og þurfti að bæta við sætum á seinni sýninguna. Ásamt Jóhanni komu fram með honum Matthias Hemstock, Hildur Guðnadóttir sem lék á selló auk Magnúsar Helgasonar sem sá um sjónrænan þátt tónleikanna. Þá kom einnig fram Fujiko Nakaya sem stjórnaði gerð þoku- og vatnsáhrifa sem gerðu alla sviðssetningu tónleikanna mjög áhrifamikla. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og fengu góð viðbrögð áheyrenda.

Video Gallery

View more videos