Íslandskynning í sendiráðinu 15. febrúar sl.

Dagskráin hófst með því að sendiherra og frú, sem skartaði þjóðbúningi sem var kynntur sérstaklega í tilefni dagsins, buðu gestina velkomna. Að því loknu hélt starfsmaður sendiráðsins fyrirlestur um Ísland á japönsku.  Að honum loknum var gestum boðið upp á íslenskan mat, s.s. pönnukökur og skyr sem var flutt sérstaklega til Japans af þessu tilefni.  Meirihluti gestanna lét vel af skyrinu og kvaðst myndi kaupa það ef það yrði selt í japönskum matvöruverslunum.Video Gallery

View more videos