Hljómsveitirnar múm og Skakkamanage spila í Japan í janúar

Hljómsveitirnar múm og Skakkamanage spila í Japan í þessum mánuði. Fyrri tónleikarnar sem fara fram í Osaka verða 15. janúar og fara fram í Club Quattro og þeir síðari sem fara fram daginn eftir verða í duo Music Exchange. Skakkamanage sem heimsækir Japan í fyrsta sinn mun hita upp á tónleikunum með múm í Osaka og Tókyó halda síðan sjálfstæða tónleika þann 20. janúar á Shibuya-O klúbbnum. Áhugasamir um tónleikana geta leitað frekari upplýsinga, á japönsku, á heimasíðunum: www.club-quattro.com, www.duomusicexchange.com og www.shibuya-o.com. Þeir sem vilja fara að hita upp geta kíkt á heimasíðuna www.myspace.com/skakkamanage !

 Video Gallery

View more videos