Hendrikka Waage á alþjóðlegri skartgripasýningu í Tókýó

Hönnun Hendrikku má sjá á bás númer A20-18. Sýningin verður opin frá 10:00 til 18:00 dagana 24., 25. og 26. janúar en frá kl. 10:00 til 17:00 þann 27. janúar. Sýningin verður einungis opin fagfólki.

International Jewellery Exhibition Tokyo er stærsta sýning sinnar tegundar í Japan og í ár munu 1.650 aðilar frá 35 löndum kynna vörur sínar.

Á undanförnum árum hefur Hendrikka getið sér gott orð fyrir fallega hönnun víða um heim og hafa greinar um hana t.d. birst í Vogue og Elle.

Heimasíða Hendrikku Waage

Nánari uppl. má finna á heimasíðu International Jewellery Exhibition TokyoVideo Gallery

View more videos