Grein um Ísland í japanska tímaritinu ,,Punto Kids"

Tímaritið sérhæfir sig í umfjöllun um fjölskyldur og barnauppeldi. Í vetrarblaðinu má stóra grein um Ísland og íslenskt fjölskyldulíf. Greinin heitir ,,Ísland - Þróað, hamingjusamt land". Í greininni er reynt að benda á þau lykilatriði sem skapa fjölskyldum á Íslandi hamingju.  Þar er einnig sagt frá borgarlífinu í Reykjavík, matarmenningu, þjónustu fyrir foreldra sem auðveldar þeim barnauppeldi, umhverfi barna, náttúru Íslands, ásamt fleiru.  Með greininni eru margar skemmtilegar og fallegar ljósmyndir frá Íslandi.

Tímaritið er fáanlegt í öllum betri bókabúðum. Video Gallery

View more videos