Fundur um viðbrögð við náttúruvá í sendiráðinu

Íslenska sendiráðið í Japan efndi til fundar um viðbrögð við náttúruhamförum fyrir Íslendinga í Japan, laugardaginn 17. maí. Fundurinn er sá fyrsti sem haldin hefur verið sem liður í borgarþjónustu íslenska utanríkisráðuneytisins fyrir Íslendinga sem búa á mögulegum hættusvæðum. En Japan liggur á mjög virku jarðskjálftasvæði og tíðni jarðskjálft mikil í landinu.

Tilgangur fundarins var að kynna Íslendingum fyrstu viðbrögð við jarðskjálftum og fékk sendiráðið slökkvilið Minato-ku, hverfisins sem sendiráðið er staðsett í, til liðs við sig í kynningunni. Á þriðja tug Íslendinga og fjölskyldna mættu á æfinguna sem þótti takast ágætlega.

 

Dagskráin var þannig að sendiherra, Þórður Ægir Óskarsson bauð gesti velkomna en síðan fóru fulltrúar slökkviliðsins yfir helstu öryggisþætti og viðbrögð. Þá var farið utandyra þar sem allir fengu að æfa notkun slökkvitækja og síðan að upplifa jarðskjálfta að allt að sjö á Richter mælikvarða í sérstökum bíl sem slökkviliðið mætti með í sendiráðið. Sú reynsla var að áliti allra mjög raunveruleg og áhrifamikil.

 

Að æfingunni utandyra lokinn var farið inn á ný og Benedikt Höskuldsson, sendifulltrúi kynnti samstarf norrænu sendiráðanna í Japan í neyðartilvikum en því var hrundið af stað með ákvörðun utanríkisráðherra Norðurlandanna í Bornholm, 2005. Samstarfið felur ýmsa veigamikla þætti í sér svo sem skráningu norrænna borgara á hættutímum, samstilltri upplýsingamiðlun til höfuðborga o.fl.

 

Sendiráðið ráðgerir að efna til árlegs fundar af þessu tagi fyrir Íslendinga í Japan og væntir mikils af samstarfinu við þá um aukið öryggi þeirra í Japan, á meðan dvöl þeirra stendur.Video Gallery

View more videos