Ferðaskrifstofan K.K. Viking og Skyr-Japan hófu starfsemi í sendiráði Íslands í Japan

Ferðaskrifstofan K.K. Viking og Skyr-Japan hófu fyrir skömmu starfssemi í sendiráði Íslands í Japan og verða þar með fasta aðstöðu í framtíðinni. K.K. Viking er umboðasaðili fyrir Icelandair, Air Greenland, Atlantic Airways (færeyska flugfélagið) og Air Iceland í Japan.

Skyr-Japan er í eigu nokkurra aðila bæði íslenskra og japanskra og eru miklar vonir bundnar við strandhögg þess í Japan.

Meðfylgandi mynd var tekin eftir að haldin hafði verið ein fjölsóttasta ferðakynning í sendiráðinu til þessa með japönskum ferðaþjónustuaðilum og umboðsskrifstofum, en þar mættu fulltrúar um 100 japanskra fyrirtækja. Þessi kynning var haldin undir merkjum "Vest-Norden" og "Inspired by Iceland" átakinu. Þessar kynningar fóru til fjögurra annarra borga í Japan.

Mesta áherslan að þessu sinni var að auglýsa ferðir til Grænlands og Íslands. Myndarlegt skilti þessara fyrirtækja eru nú við hlið sendiráðsmerkisins.

Á myndinni má sjá frá vinstri undirritaðan Stefán Lárus, frá Grænlandi þau Nini Biilmann, Konrad Seblon og Anders U. la Cour Vahl er við hlið Ársæls Harðassonar umdæmisstjóra Icelandair í Asíu og fremstur er Fumi Sakata einn eiganda Skyr-Japan.Video Gallery

View more videos