Aðalfundur Félags Íslendinga í Japan

Á fundinum tilkynnti fráfarandi stjórn um opnun nýrrar heimasíðu félagsins og nýs netfangs: fisjap@gmail.com

Helstu tíðindi fundarins voru þau að kosin var ný stjórn en í henni sitja 2 sem einnig áttu sæti í fráfarandi stjórn. Eftirtaldir aðilar skipa hina nýju stjórn:

Guðný Nielsen, formaður

Þórunn Ingadóttir, varaformaður

Elín Edwald, gjaldkeri

Birkir A. Barkarson, ritari

Að loknum venjulegum aðalfundarstöfum gæddu fundarmenn sér á íslenskum réttum, svo sem harðfiski, pönnukökum, hjónabandssælu og skyri.

Félagsmenn snæddu svo saman kvöldverð á veitingastaðnum Fuji Mamas í Harajuku og bættust þá fleiri félagsmenn og Íslandsvinir í hópinn.Video Gallery

View more videos