Viðskipti á Indlandi

Ýmis íslensk fyrirtæki eiga þegar í viðskiptum á Indlandi. Erlend og alþjóðleg fyrirtæki hafa undanfarin ár gefið Indlandi aukin gaum sem fjárfestinga- og viðskiptamöguleika, eins og lesa má úr tölum um stóraukna erlenda fjárfestingu erlendra aðila á Indlandi. Hagvöxtur á Indlandi endurspeglar þá gríðarlegu efnahagslegu uppbyggingu sem staðið hefur yfir og framundan er á Indlandi, næst fjölmennasta ríki heims.

Íslenskum aðilum sem hafa hug á viðskiptum við eða á Indlandi er bent að hafa samband við sendiráðið sem veitir margvíslega viðskiptaþjónustu í því tilliti, t.d. með gerð markaðsyfirlita, aðstoð við tengslamyndun á Indlandi, ráðgjöf um regluverk indverskra stjórnvalda og margt fleira.

Markmið sendiráðs Ísalnds á Indlandi er að nýta þann pólitíska velvilja sem ríkir milli Íslands og Indlands til að ýta undir raunsanna efnahags- og viðskiptasamvinnu fyrirtækja, stofnana og einkaaðila.

Video Gallery

View more videos